Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Upplýsingasíða um breytingar á lögum um lífeyrissjóði um nk. áramót

Ný upplýsingasíða á live.is um breytingar sem varða sjóðfélaga.
1217116144 1217116144

Meðal breytinga sem taka gildi 1. janúar 2023 sem varða sjóðfélaga beint er að lágmarksiðgjald af launum í lífeyrissjóð hækkar. Þá mun breytingin einnig hafa áhrif á meðferð tilgreindrar séreignar.

Meðal breytinga sem taka gildi 1. janúar 2023 eru:

  • Að lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%.
  • Sjóðfélögum býðst að ráðstafa allt að 3,5% af launum til tilgreindrar séreignar með þrengri útborgunarheimildir en hefðbundinn séreignarsparnaður.
  • Séreign af lágmarksiðgjaldi verður ekki lengur undanþegin skerðingu greiðslna frá TR eða þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira.
  • Sjóðfélaga verður heimilt að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Nánari upplýsingar um fyrirhugaða lagabreytingu má finna á vef Alþingis.

Sjóðfélagar eru hvattir til að leita til Þjónustuvers ef þeir hafa frekari spurningar um áhrif lagabreytinganna.

Starfsfólk LV mun leitast við að svara spurningum sjóðfélaga og færa svörin inn á upplýsingasíðu um lagabreytinguna.