Nýr listi yfir útilokaða fjárfestingarkosti
Markmið stefnu sjóðsins um útilokun fjárfestingarkosta er að útiloka að hluta eða fullu fjárfestingar sem samræmast ekki viðmiðum. Nýr listi hefur verið birtur á vef sjóðsins.


10. feb. 2025
Markmið stefnu sjóðsins um útilokun fjárfestingarkosta er að útiloka að hluta eða fullu fjárfestingar sem samræmast ekki viðmiðum. Nýr listi hefur verið birtur á vef sjóðsins.
10. feb. 2025
LV hefur sett sér stefnu um útilokun fjárfestingarkosta með tilliti til ábyrgra fjárfestinga. Markmiðið er að útiloka að hluta eða fullu fjárfestingar í tiltekinni starfsemi sem samræmast ekki skilgreindum viðmiðum.
Listi yfir útilokaða fjárfestingarkosti hefur verið birtur á vef sjóðsins frá árinu 2021.
Meðal starfsþátta sem útilokaðir eru úr eignasöfnum LV eru:
Á síðasta ári samdi sjóðurinn við Sustainalytics gagnaveituna um aðgang að gögnum um sjálfbærniupplýsingar. Sustainalytics eru leiðandi á sínu sviði og markmið samningsins að bæta aðgang sjóðsins að gæðagögnum um sjálfbærniupplýsingar.
Áhersla er á að beita útilokun þar sem LV fer með beint eignarhald. Beiting útilokunar getur verið erfiðari í útfærslu þar sem eignarhald er óbeint til að mynda þegar fjárfest er í sjóðum.
Meðfylgjandi er útilokunarlisti LV miðað við árslok 2024.