Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Verðtryggðir vextir fastir til 5 ára lækka

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á verðtryggðum lánum með fasta vexti til fimm ára sem veitt eru frá og með 23. október 2020. Vextirnir lækka úr 2,31% og verða 2,01%. Breytingin tekur strax gildi.

Vextir eldri lána í þessum flokki breytast á þennan veg næst þegar kemur að endurskoðun vaxta samkvæmt ákvæðum skuldabréfs að teknu tilliti til þeirra breytinga sem kunna að verða fram að því.

Breytilegir vextir eldri verðtryggðra lána sem voru veitt eftir eftir 1. Apríl 2017 lækka úr 1,68% og verða 1,38%. Breytingin gengur í gildi þann 1. desember 2020.

Sjóðurinn hefur veitt sjóðfélagalán frá stofnun árið 1956 og mun áfram veita virkum sjóðfélögum fasteignalán á samkeppnishæfum kjörum.

Nánari upplýsingar er að finna á vef sjóðsins og í lánareglum.