Vextir lækka
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á þremur lánaflokkum. Breytingarnar taka strax gildi á nýjum lánum, frá og með ágústgjalddaga á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum
25. jún. 2020
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á þremur lánaflokkum. Breytingarnar taka strax gildi á nýjum lánum, frá og með ágústgjalddaga á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum
25. jún. 2020
Vextir óverðtryggðra lána eru fastir til þriggja ára í senn. Þessir vextir lækka úr 4,95% í 4,57%. Vaxtalækkunin tekur gildi við endurskoðun vaxta samkvæmt ákvæðum skuldabréfs.
Vextir verðtryggðra lána, ákvarðaðir til fimm ára í senn, lækka úr 2,70% og verða 2,31%. Vaxtalækkunin tekur gildi við endurskoðun vaxta samkvæmt ákvæðum skuldabréfs.
Breytilegir vextir eldri verðtryggðra lána lækka úr 1,95% og verða 1,68%. Breytingin gengur í gildi þann 1. ágúst 2020.
Sjóðurinn hefur veitt sjóðfélagalán frá stofnun sjóðsins árið 1956 og mun áfram veita virkum sjóðfélögum fasteignalán á samkeppnishæfum kjörum.
Nánari upplýsingar er að finna á vef sjóðsins og í lánareglum.