Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Yfirlit send sjóðfélögum

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu janúar 2020 til og með ágúst 2020.

Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og um réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum. Einnig koma fram upplýsingar um tilgreinda séreign og um séreignarsparnað hjá sjóðnum.

Mikilvægt er fyrir hvern og einn sjóðfélaga að kanna sitt yfirlit, ekki síst hvort iðgjöld hans hafi skilað sér til sjóðsins, þar sem iðgjöldin eru grunnur lífeyrisréttinda hans.

Mikilvægt er að láta strax vita ef grunur er um vanskil á iðgjöldum. Sjóðurinn annast innheimtu iðgjalda í vanskilum, sjóðfélögum að kostnaðarlausu.

Á bakhlið sjóðfélagayfirlitsins er áminning um mikilvægi þess að iðgjöldin skili sér, þau myndi ráðstöfunartekjurnar eftir starfslok, og um gagnsemi sjóðfélagavefsins, hvað hver og einn getur skoðað varðandi sína eigin hagsmuni eins og lífeyrisréttindi, lánamál og aðrar einkaupplýsingar sínar með því að skrá sig inn. Þar er einnig hægt að afþakka yfirlit á pappír.

Berist sjóðfélaga ekki yfirlit er rétt að grennslast fyrir um það hjá okkur, með tölvupósti eða með því að hringja.