Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Yfirlit send sjóðfélögum

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu september 2018 til og með mars 2019.

Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og um réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum. Einnig koma fram upplýsingar um tilgreinda séreign og um séreignarsparnað hjá sjóðnum.

Mikilvægt er fyrir hvern og einn sjóðfélaga að kanna sitt yfirlit, ekki síst hvort iðgjöld hans hafi skilað sér til sjóðsins, þar sem iðgjöldin eru grunnur lífeyrisréttinda hans.

Með sjóðfélagayfirlitinu fylgir bréf frá starfsfólki sjóðsins, þar sem m.a. koma fram helstu upplýsingar um starfsemi LV á árinu 2018. Einnig er þar sagt frá helstu breytingum á vef sjóðsins.

Hægt er að afþakka yfirlit á pappír hér . Með innskráningu á sjóðfélagavefinn er hægt að sjá upplýsingar um réttindi og inneign.

Berist sjóðfélaga ekki yfirlit er rétt að grennslast fyrir um það hjá okkur, með tölvupósti eða með því að hringja.