Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Upptökur frá málstofu um verðmæti lífeyrisréttinda

Landssamtök lífeyrissjóða, í samstarfi við Mannauð – Félag mannauðsfólks á Íslandi, stóðu að málstofu um verðmæti lífeyrissjóðsréttinda með áherslu á skipulag starfsloka. Eitt erinda var frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. 

20241127 095625 20241127 095625

Landssamtök lífeyrissjóða, í samstarfi við Mannauð – Félag mannauðsfólks á Íslandi, stóðu að málstofu um verðmæti lífeyrissjóðsréttinda með áherslu á skipulag starfsloka. Erindin voru tekin upp og eru aðgengileg á vef LL. 

Á málstofunni voru flutt fjölbreytt erindi frá sérfræðingum úr ýmsum áttum. Farið var yfir íslenska lífeyrissjóðakerfið og einnig kynntar reynslusögur frá mannauðsdeildum fyrirtækja. 

  • Hvenær og hvernig býðst fólki að fara á eftirlaun? Þórey Þórðardóttir, LL
  • Hvaða verðmæti felast í lífeyrisréttindum? Þorsteinn Víglundsson, Hornsteinn
  • Vill fólk hætta að vinna fyrr eða seinna? Hildur Hörn Daðadóttir, LIVE
  • Starfslokastefna og reynslusögur Arion banka. Brynja B. Gröndal
  • Starfslok í sátt - VÍS. Anna Rós Ívarsdóttir
  • Brú yfir á þriðja æviskeiðið - BYKO. Sveinborg Hafliðadóttir
  • Sveigjanleg starfslok - Vinnueftirlitið. Bergrún L. Sigurjónsdóttir
Verðmæti lífeyrisréttinda - upptökur