Yfirlit um sérstakar breytingar á áunnum lífeyrisréttindum Lífeyrissjóðs verslunarmanna, samþykktar af stjórn sjóðsins að fengnu áliti aðildarsamtaka sjóðsins skv. gr. 8.3. í samþykktunum og 2. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
- Þann 20.1.2006 samþykkti stjórn sjóðsins 4% hækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga í sjóðnum á árinu 2005 og fyrr. Hækkunin var færð sem áunnin skuldbinding í réttindakerfi sjóðsins í desember 2005 og öðlaðist gildi við greiðslu lífeyris frá og með janúarmánuði 2006, sbr. gr. 11.14. í samþykktunum.
- Þann 9.1.2007 samþykkti stjórn sjóðsins 7% hækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga í sjóðnum á árinu 2006 og fyrr. Hækkunin var færð sem áunnin skuldbinding í réttindakerfi sjóðsins í desember 2006 og öðlaðist gildi við greiðslu lífeyris frá og með janúarmánuði 2007, sbr. gr. 11.14. í samþykktunum.
- Þann 26.3.2010 samþykkti stjórn sjóðsins 10% lækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga í sjóðnum á árinu 2009 og fyrr. Lækkunin var færð sem lækkun á áunninni skuldbindingu í réttindakerfi sjóðsins í desember 2009 og öðlast gildi við greiðslu lífeyris frá og með júlímánuði 2010, sbr. gr. 11.14. í samþykktum sjóðsins.
- Þann 30.9.2021 samþykkti stjórn sjóðsins 10% hækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga í sameignardeild sjóðsins á árinu 2020 og fyrr. Hækkunin var færð sem áunnin skuldbinding í réttindakerfi sjóðsins miðað við desember 2020 og öðlaðist gildi við greiðslu lífeyris frá og með nóvember mánuði 2021. Sjóðurinn mun á sama tíma greiða 10% leiðréttingu á lífeyri fyrir mánuðina janúar til og með október 2021. Breytingin er framkvæmd sbr. gr. 11.14. í samþykktunum.
- Þann 25.2.2022 samþykkti stjórn sjóðsins 12% hækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga í sameignardeild sjóðsins á árinu 2021 og fyrr. Hækkunin var færð sem áunnin skuldbinding í réttindakerfi sjóðsins miðað við desember 2021 og öðlaðist gildi í samræmi við gildistökuákvæði í 25. gr. samþykktanna. Breytingin er framkvæmd sbr. gr. 11.14. í samþykktunum.
- Þann 25.2.2022 samþykkti stjórn sjóðsins að innleiða nýjar dánar- og eftirlifendatöflur sem staðfestar voru af fjármála- og efnahagsráðherra í desember 2021 og koma í stað eldri taflna sem byggðu á reynslu árin 2014-2018. Breytingin öðlaðist gildi í samræmi við gildistökuákvæði í 25. gr. samþykktanna. Breytingin er framkvæmd sbr. gr. 11.14. í samþykktunum.
Vegna ofangreinds og til samræmis tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins skal endurreikna áunnin réttindi til ellilífeyris samkvæmt a. og b. hér að neðan.
a) Reikna skal áfallnar skuldbindingar sjóðsins vegna allra lífeyrisþega, nema barnalífeyrisþega, ásamt skuldbindingum vegna annarra sem hafa náð 65 ára aldri, annarsvegar samkvæmt nýjum dánar- og eftirlifendatöflum og hinsvegar samkvæmt eldri dánar- og eftirlifendatöflum. Útreikningarnir skulu miða við 31.12.2021. Áunnin réttindi sjóðfélaga samkvæmt hinum nýju dánar- og eftirlifendatöflum eru endurreiknuð þannig að áfallnar skuldbindingar A-deildar vegna þessa hóps verði sama hlutfall af áföllnum skuldbindingum A-deildar og þær voru samkvæmt eldri dánar- og eftirlifendatöflum.
Af ofangreindu leiðir að áunnin réttindi sjóðfélaga sem hafa náð 65 ára aldri fyrir 1. janúar 2022, og áunnin réttindi lífeyrisþega annarra en barnalífeyrisþega, lækka um 4,3%.
b) Reikna skal áfallnar skuldbindingar vegna annarra sjóðfélaga en tilgreinir í a-lið þessarar greinar, nema barnalífeyrisþega, annarsvegar samkvæmt nýjum dánarog eftirlifendatöflum og hinsvegar samkvæmt eldri dánar- og eftirlifendatöflum. Útreikningarnir skulu miða við 31.12.2021. Áunnin réttindi sjóðfélaga samkvæmt hinum nýju dánar- og eftirlifendatöflum eru endurreiknuð þannig að áfallnar skuldbindingar hvers fæðingarárgangs þessa hóps verði sama hlutfall af áföllnum skuldbindingum A-deildar og þær voru samkvæmt eldri dánar- og eftirlifendatöflum.
Þannig eru áunnin réttindi hvers fæðingarárgangs umreiknuð þannig að áfallnar skuldbindingar A- deildar vegna hvers fæðingarárgangs halda sér óbreyttar samkvæmt nýjum dánar- og eftirlifendatöflum. Af þessu leiðir að áunnin réttindi lækka í samræmi við eftirfarandi töflu:
Samanlögð áhrif á breytingu áunninna lífeyrisréttinda sem leiðir af 5. og 6. tölulið koma fram í eftirfarandi töflu: