Fyrirvarar
Lagalegur fyrirvari vegna vefsins og tölvupóstsendinga.
Vefur þessi er í eigu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem á höfundarrétt að þeim upplýsingum og öðru efni sem birtar eru á vefnum nema annað sé sérstaklega tekið fram eða það leiði af lögum eða eðli máls. Óheimilt er að dreifa eða nýta með öðrum hætti þær upplýsingar sem fram koma á vefnum nema með skriflegu leyfi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Efni vefsins er sett fram í upplýsinga- og/eða fræðsluskyni eingöngu og felur ekki í sér, né getur nokkurn tíma falið í sér, loforð eða úrskurð um viðskiptakjör eða eignaréttindi, til að mynda úrskurð um lífeyris- eða örorkuréttindi, vilyrði um kjör á sjóðfélagalánum eða inneign í lífeyrissparnaði í séreign. Um lífeyris- og örorkuréttindi fer eftir gildandi lögum og samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á hverjum tíma.
Á vefnum eru reiknivélar sem ætlað er að auðvelda samanburð mismunandi lánsforma og/eða samskonar lána reiknuðum út frá mismunandi forsendum. Einnig er að finna reiknivél sem ætlað er að auðvelda samanburð milli mismunandi skiptingar mótframlags milli samtryggingar og tilgreindrar séreignar sem og reiknivél vegna lífeyris úr sameignar- og séreignardeild. Niðurstaða allra útreikninga miðast við gefnar forsendur og er aðeins til viðmiðunar og geta ekki verið grundvöllur réttinda eða viðskiptakjara.
Á vefnum er fjallað um fjárfestingar og ávöxtun. Mikilvægt er að árétta að fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð.
Ekkert efni á vefnum er hægt að líta á sem einstaklingsbundna ráðgjöf. Mikilvægt er því að þeir sem nýta sér vefinn taki ekki ákvarðanir byggðar eingöngu á upplýsingum sem þar koma fram heldur fái ráðgjöf sem tekur mið af aðstæðum viðkomandi.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitast við að hafa upplýsingar á vefnum réttar en getur þó ekki ábyrgst að svo sé. Það á einnig við um tilvísanir og tengla í efni utan vefsins.
Hvorki Lífeyrissjóður verzlunarmanna né stjórnendur eða starfsmenn sjóðsins bera ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst af notkun á vefnum eða upplýsinga sem þar er að finna.
Tölvupóstur og viðhengi hans frá netföngum skráðum á Lífeyrissjóð verzlunarmanna er sendur með fyrirvara um villur og áskilnaði um rétt til leiðréttingar á þeim. Tölvupósturinn og viðhengi hans geta innihaldið trúnaðar- og/eða persónuupplýsingar og er eingöngu ætlaður skráðum viðtakanda eða þeim sem efni hans ber með sér að hann hafi verið ætlaður. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti eða viðhengjum hans ber þér að tilkynna sendanda að tölvupósturinn hafi ranglega borist þér og gæta fyllsta trúnaðar samkvæmt gildandi fjarskiptalögum. Vinsamlegast eyðið póstinum og viðhengjum í slíkum tilvikum. Tengist efni tölvupósts og viðhengja ekki starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er það á ábyrgð sendanda.
Sjóðurinn hefur gripið til varúðarráðstafana til þess að reyna að tryggja að tölvupóstar og/eða viðhengi innihaldi ekki tölvuvírusa. Þrátt fyrir það tekur sjóðurinn ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna tölvupósts eða viðhengis þar sem upplýsingar geta breyst og gætu innihaldið tölvuvírusa.