Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024 er komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla sjóðsins er samantekt á rekstri og afkomu liðins árs og gefur innsýn í þróun lífeyris og sjálfbærni hjá sjóðnum. Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér skýrsluna.


24. mar. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla sjóðsins er samantekt á rekstri og afkomu liðins árs og gefur innsýn í þróun lífeyris og sjálfbærni hjá sjóðnum. Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér skýrsluna.
24. mar. 2025
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu vegna ársins 2024.
Fremst í skýrslunni eru aðgengilegar lykilupplýsingar um starfsemi sjóðsins, ávarp formanns og framkvæmdastjóra. Þá er fjallað um þróun lykiltalna lífeyris og tryggingafræðilega stöðu. Í kaflanum um eignasöfn má finna umfjöllun um ávöxtun, eignasamsetningu og stöðu eignasafna í sameign og séreign.
Framkvæmd stefnu um ábyrgar fjárfestingar er gerð skil ásamt greinargóðum upplýsingum um loftslagstengda upplýsingagjöf. Kafli um áhættustýringu fjallar um inntak áhættustefnu, helstu áskoranir í áhættustýringu á árinu og fram á veginn auk helstu verkefna. Kafli VI fjallar um stjórnarhætti og stjórnun, skipurit, stjórn og stjórnendur. Áherslum í sjálfbærni í starfseminni eru gerð skil ásamt GRI uppgjöri. Að lokum er ársreikningur á bls. 88.
Við minnum á ársfund sjóðsins á morgun þriðjudaginn 25. mars kl. 17 á Grand hótel Reykjavík. Allir sjóðfélagar eru velkomnir að sitja fundinn eða fylgjast með í streymi.